Það er mikilvægt fyrir foreldra að ýta undir skilning og ástúð barna sinna á list; listin dýpkar tilveru mannsins og auðveldar manninum að setja sig í spor annarra – og verður sá hæfileiki jafnframt að teljast einn sá mikilvægasti í fari mannsins; það að manneskjan geti séð heiminn með augum annarra er undirstaðan að frjálsu og réttlátu samfélagi. Það er af þessum ástæðan sem SKE vill vekja athygli lesanda á námskeiðinu Krakkamyndlist.
Á námskeiðinu kynna kennararnir nokkur skemmtileg brot úr myndlist 20. aldar þar sem tekið er fyrir eitt þekkt verk í hverjum tíma. Í samtali við nemendur reyna kennararnir svo að kryfja verkið og skilja þýðingu þess. Í kjölfarið er nýtt verk unnið út frá skilningi hvers og eins og í lok annarinnar halda svo ungu listamennirnir sýningu á afrakstri vinnunnar.
Umsjónarmenn námskeiðsins eru þau Tinna Ingvarsdóttir, myndlistakennari, og Guðrún Olsen, MAG.ART í grafískri-hönnun.
Hvar: Námskeiðið fer fram í leikskólanum Laufásborg (Laufásvegi 53-55)
Hvenær: Nýtt námskeið fer af stað fyrir 8-11 ára á laugardögum frá 13.30-15.30 (sex skipti, tvær klukkustundir í senn). Námskeiðið stendur yfir frá og með 29. október til 3. desember. Allur efniviður er innifalinn og boðið verður upp á ávexti í stuttu hléi.
Verð: 18.000 kr.
Nánari upplýsingar og skráning: www.krakkamyndlist.is eðahallo@krakkamyndlist.is og í síma 697-9011 (https://www.facebook.com/krakkamyndlist/?fref=ts)