Kristín Morthens og Steingrímur Gauti Ingólfsson opna sýninguna Áferð í Gallery Port laugardaginn 17. september.
Kristín Morthens stundar BA nám við OCAD University í Toronto á Drawing & Painting deild. Hún hefur tekið þátt í samsýningum og listahátíðum hérlendis, víðsvegar um Evrópu, sem og Norður- og Suður Ameríku. Kristín er sem stendur skiptinemi við School of the Art Institute of Chicago, í Illinois í Bandaríkjunum. Í málverkinu kannar Kristín form, litasambönd, beitingu pensilskriftar og samband stafrænslu og handverksins með notkun úðabrúsa, akrýl- og olíumálningar á striga og við.
Steingrímur Gauti útskrifaðist frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands vorið 2015 og hefur tekið þátt í fjölda samsýninga hér á landi og erlendis. Steingrímur býr og starfar í Reykjavík. Í samtali sínu við málverkið leggur Steingrímur áherslu á efnislega eiginleika og eðli málverksins – þá formrænu þætti sem gera málverk að málverki, eins og dýpkun flatarins, lögun undirlagsins, meðferð lita og áferð.
Hvar: Gallery Port (Laugavegi 23b, 101 RVK)
Hvenær: 17. september 18:00-22:00 (sýningin stendur til 25. september)
Aðgangur: Ókeypis