Auglýsing

Krúttlegt ástarbréf nemanda fer „viral“

Í dag deildi Reddit notandinn dreichert87 mynd af ástarbréfi sem litla frænka hans fékk sent frá nemanda í 5. bekk.

Dreichert deildi myndinni undir yfirskriftinni að umræddi ungi maður byggi yfir meiri hæfileikum á sviði ástarinnar en hann sjálfur komi nokkurn tímann til með að búa yfir („This 5th grader has more game than I’ll ever have.)

Ástarbréfið var ekki lengi að klifra efst á síðu Reddit (notendur Reddit „kjósa“ hvort að greinar færast upp eða niður á vefsíðunni):

Hér er inntak bréfsins í íslenskri þýðingu:

„Kæra, Abby. Augun þín minna mig á stjörnubjartan himininn. Áður en ég sá þig fyrst var hjartað mitt sem brotið gler, en svo leið mér eins og mér hafi tekist að fanga öll Pokémon skrímslin í heiminum. Ég elska hvernig þú spilar Zelda, þó svo að sumum finnist það skrýtið. Ef þú ert hrifin af mér þá væri það minn fyrsti sigur. Ást, (ónefndur).“

– Ónefndur nemandi í 5. bekk

Að vanda eru athugasemdir annarra Reddit notenda sérdeilis kómískar:

„Girls these days have so much pressure on them. I remember when I was younger, girls only had to make guys feel the worth of 151 pokemon. Now, theres 726! How is a girl supposed to live up to these extremely high standards?“

– Omnipotent_Goose

„Yours is the hydro pump that will drown the heavens.“

– onlymadethis4porn

„Using leopard print card stock…this isn’t his first love note.“

– stbillings

„He loves Pokémon, she loves Legend of Zelda. This is retro gamer love, people – and it’s God damn beautiful.“

– Trinklets

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing