Það heyrir til stórtíðinda þegar einhver meðlimur Kardashian-Jenner klansins gerir … eitthvað.
Fyrir fáeinum dögum síðan skutlaði Kylie Jenner sér á lag með þeim félögum Lil Yachty (Litla Snekkjan) og Burberry Perry (Pétur Burberry). Lagið hefur vakið talsverða athygli þó svo að Kylie spili í raun litla rullu í laginu (kaflinn hennar byrjar í kringum 2:40.)
Blaðamaður hjá vefsíðunni Unilad er ekki sérstaklega hrifinn af laginu og lýsir því á eftirfarandi hátt:
Þessi martröð í lagaformi ber titilinn Beautiful Day og er, samkvæmt vefsíðunni Elite Daily, innblásið af vinsæla bandaríska sjónvarpsþættinum Mister Rogers’ Neighborhood – en þó talsvert meira „creepy“ … dagurinn er ekki lengur fallegur.
– Jamie Roberts
Hlusta má á lagið í heild sinni hér („achtung, baby“):
Lagið virðist ekki hafa vakið mikla lukku meðal áheyranda en SKE tók saman nokkrar gagnrýnar athugasemdir frá hlustendum:
I’d rather listen to that song from 2011, „Friday,“ by that retarded girl, than this auto-tuned diarrhea.
(Ég myndi frekar hlusta á lagið Friday frá 2011, sem þessi þarna þroskahefta samdi; þetta er „auto-tune-aður“ niðurgangur.)– Hank Roberts
This is trash bags on auto tune.
(Þetta eru „auto-tune-aðir“ ruslapokar.)– 2bluntLucee
„Oh my gosh I’ve never been in a song hahaha!“
Don’t expect to be in another.
„Ó, Guð. Ég hef aldrei verið í lagi áður, hahaha!“ Ekki búast við því að vera á öðru lagi.– Luis Gabriel
Hér eru nokkur góð lög til afeitrunar …