Fréttir / Áhugavert
Notendur Reddit deildu í dag hlekk á áhugaverða grein sem blaðamaðurinn Minh Lee birti á vefsíðunni Book Riot fyrir tveimur árum síðan, en greinin virðist hafa farið framhjá mörgum á sínum tíma.
Í greininni segir Minh Lee að þegar hann fletti aftur í gegnum skáldsöguna Catcher in the Rye eftir bandaríska rithöfundinn J.D. Salinger áttaði hann sig á því að sú rödd sem hljómaði í huga hans við lesturinn væri rödd grínistans Louis C.K. Er hann hélt lestrinum áfram komst hann að þeirri niðurstöðu að Louis C.K. væri í raun hin fullkomna rödd Holden Caulfield.
Í greininni biðlar hann til framleiðanda hljóðbóka til þess að fá Louis C.K. til þess að ljá Catcher in the Rye rödd sína og bendir hann á þá staðreynd að bókin sé ein af uppáhalds bókum grínistans.
Með greininni fylgdu þessar frábæru myndir máli hans til stuðnings: