Auglýsing

„Meirihluti laganna okkar tengist Eþíópíu.“—SKE spjallar við Omotrack (myndband)

Tónlist

25. apríl síðastliðinn gaf íslenska hljómsveitin Omotrack út plötuna Wild Contrast (sjá neðst)Í tilefni útgáfunnar kíkti SKE í heimsókn til bræðranna Markúsar og Birkis Bjarnasonar, forsprakka Omotrack, og forvitnaðist um lífið og listina (sjá hér að ofan).

Líkt og fram kom í viðtalinu ólust bræðurnir að hluta til upp í Eþíópíu og eru undir miklum áhrifum frá landi og þjóð:

„Við reynum að sækja okkur innblástur í eþíópíska tónheiminn, kannski aðallega brass-ið … svo finnst okkur einnig skemmtilegt að syngja út frá þessari stemningu—þessari menningu—eða þessari upplifun okkar í Eþíópíu.“

– Markús Bjarnason

Omotrack gaf út plötuna Mono & Bright árið 2016 og stefnir á frekari útgáfu á næstunni. Þá ætlar hljómsveitin að troða upp víðs vegar um landið í sumar. Áhugasamir geta fylgst með starfi sveitarinnar á Facebook.

Nánar: https://www.facebook.com/omotrack/

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing