Noodle station er orðin eitt vinsælasta núðluhús í Reykjavík og eru nú komnir með tveir staðir í
miðbænum. Útsendarar SKE kíktu við í vikunni og fengu sér hina margrómuðu kjúklinga-núðlusúpu.
Hún stóðst svo sannarlega væntingar og má lengi leita að betri súpu á höfuðborgarsvæðinu. Súpan er
fullkomlega krydduð og inniheldur mjúkan og bragðgóðan kjúkling. Staðurinn býður einnig upp á nauta
og grænmetis núðlusúpu sem einnig væri spennandi að prófa.