Auglýsing

núvitund á barmi dauðans (Netflix)

Sérhver hugur er
eins og tölva (eða í rauninni er sérhver tölva eins og hugur,
vegna þess að hugurinn kom fyrst).

Á morgnana, er maðurinn
vaknar, er einvörðungu einn gluggi á skjánum, yfirleitt: nútíðin.
Svo byrjar hugurinn að reika og annar gluggi birtist – maðurinn
hugsar til vinnunnar: „Já, ég þarf að muna eftir því að
senda þennan tölvupóst fyrir hádegi.“ Svo birtist þriðji
glugginn: „Ahhh, hvernig ætli að leikurinn í gær hafi farið?“
Og þannig, koll af kolli, þangað til að það, að allir þessir
gluggar, og öll þessi forrit, eru opin, hægir á virkni tölvunnar.

Heimurinn höktir.

Lausnin við þessu, í
heimi tölvanna, er einföld aðgerð: að þrýsta samtímis á
ctrl og alt og delete; að opna Task Manager;
og að loka einum glugga og þeim næsta þangað til að tölvan
getur einbeitt sér að því sem skiptir máli.

Í heimi hugans, í
samtíðinni, er ein lausnin við ævarandi reiki hugans núvitund
(önnur lausn gæti mögulega verið afturhvarf til náttúrunnar).

Kvikmyndin Be Here Now
(sem rataði nýverið á
Netflix) fjallar, að einhverju leyti, um núvitund.

Myndin segir frá síðustu
mánuðum í lífi velska leikarans Andy Whitfield sem lék
aðalhlutverið í bandarísku sjónvarpsþáttunum Spartacus.
Eftir tökur á fyrstu seríu
þáttanna, þegar Whitfield var 39 ára gamall, greindist hann með
krabbamein (Non-Hodgkin Lymphoma) og í myndinni fylgjast áhorfendur
með hetjulegri barráttu hans gegn sjúkdóminum í þessa tvo tíma
sem myndin varir. Whitfield á konu og tvö börn.

Nafn
kvikmyndarinnar er dregið frá húðflúri á upphandlegg Whitfield:
Be Here Now (Vertu
hér núna
, eða Lifðu
í núinu
), en
barráttan við krabbameinið verður þess valdandi að Whitfield
lifir eftir þessum orðum sem aldrei fyrr: þetta er núvitund á
barmi dauðans.

Kvikmyndin
Be Here Now er átakanleg, erfið og falleg. Hún gerði fyrir huga undirritaðs það sem aðgerðin ctrl, alt og delete gerir fyrir tölvur: hvatti undirritaðan
til þess að lifa lífinu í núinu, að einbeita sér að því sem skiptir máli. 

Orð:
RTH

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing