Auglýsing

„Óli Hjörtur hringdi og bað um partí.“ – Arnór Gíslason

Hnetusmjör, Can og Frazier á Tívolí

Allt það besta í lífinu er frítt: súrefni, ást, náttúra, faðmlög – svipleg fráföll hvimleiðra erkifjenda. Svo er það tónlistin. Tónlistin er stundum frí. Stundum spilast tónlistin án endurgjalds í útvarpinu; stundum býður dóttir nágrannans upp á frítt fiðluspil; og stundum, þegar vel liggur á – bjóða íslenskir rapparar upp á ókeypis tónleika. Næstkomandi föstudag mun þetta síðastnefnda vera uppi á teningnum, er þeir Herra Hnetusmjör, Joe Frazier og Aron Can troða upp á Tívolí án endurgjalds. Í tilefni þess heyrði SKE í vonda snillingnum Arnóri Gíslasyni (Evil Genius), einn skipuleggjenda kvöldsins.Og hann var bara hress.

Arnór Gíslason: Hver er hann og hver er hann ekki?

Held ég sé alveg að komast að því. Sjáum til. Ertu samt ekki alltaf bara umhverfið þitt?

Föstudaginn 13. maí spila Herra Hnetusmjör, Joe Frazier og Aron Can á Tívolí. Hvað hefur þessi viðburður framyfir Netflix og tjill?

Grænasta grasrót íslenskrar tónlistar að troða upp í nýju hljóðkerfi og það í 10 stiga hita og sól. Það er pirrandi að horfa á Netflix í sól en ekkert að því að djamma í sól. Og það er frítt inn: „umhum.“

Af hverju varð Tívolí fyrir valinu sem tónleikastaður?

Óli Hjörtur hringdi og bað um partí.

Tónleikarnir eru í boði Evil Genius og KopBois Entertainment – hvað er Evil Genius?

Ég „basically“ og undarleg samsetning verkefna sem ég vinn, sem sagt tæknileg aðstoð fyrir Playstation á Íslandi, inngrip inn í viðburðarverkefni fyrir Senu Live, viðburðarstýring Valshallarinnar (sem flestir þekkja reyndar sem Vodafonehöllina eða Valhöll eins og ég kalla hana).

Samhliða því sinni ég umboðsmennsku fyrir KopBois Entertainment gengið (Herra Hnetusmjör, Joe Frazier og DJ-Spegil), held tónleika þegar tími gefst, sinni ráðgjafastarfi fyrir tónleikahaldara og viðburðardúds og svo legg ég stundum rafmagn.

Einnig bjó ég til borðspil með vini mínum sem við gefum út á árinu.

Já, og svo er ég stundum að hjálpa Lúlla Palla með upptökuverkefni þar sem hann er ekki með bílpróf t.d. Einnig leik ég í auglýsingum, þáttum og bíómyndum. Ég var álfur í THOR 2 … góð vika 🙂

Núna er ég mest í heimasíðugerð og grafík, finnst það mjög spennandi.

Mig langar að gera tölvuleik einn daginn.

Allt að gerast … Lifir þú lífinu með Engum móral?

Heldur betur, annað er tímasóun.

Ef Hnetusmjör, Frazier og Aron væru bíómyndakarakterar, hvaða karakterar væru þeir?

N.W.A – Ice Cube, Dr.Dre og Eazy E. Vona samt að Eazy lifi aðeins lengur (nota smokkinn, guys). Eða Turtles – alltaf hægt að vitna í Turtles. Eða Ripp, Rapp og Rupp. Fantastic 4 ef þú telur DJ-Spegil með.

Í boðskortinu fyrir tónleikana á Facebook er talað um „TURNUP.“ Er þetta eitthvað svipað og „Turnip?“ (Hvítrófa?)

Það kemur bara eitthvað bull við að google-a “Hvítrófa,” en þetta er bara svona „láttu sjá þig“ kvót sem rapparar nota.

Ef þú mættir bjóða hvaða manneskju sem er (lífs eða liðin) með þér í bjór, hvaða manneskja yrði fyrir valinu?

Shaquille O’Neal og Tim Duncan.

Hvern styður þú til embættis forseta Íslands?

Mér finnst soldið erfitt að fylgjast með hver hangir þarna inni en líst best á Andra, hann „look-ar nice.“

Eitthvað að lokum?

Turnup 🙂

SKE hvetur alla til þess að mæta, en nánari upplýsingar um tónleikana má finna hér:

https://www.facebook.com/events/1715902372021760/

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing