Auglýsing

Plötusnúður vikunnar – DJ Kocoon kíkir við með 5 góðar plötur (myndband)

DJ of the Week

Nýverið kíkti hinn geðþekki DJ Kocoon í hljóðver SKE en heimsóknin var liður í myndbandsseríunni „DJ vikunnar“ þar sem nýr plötusnúður lítur við í hljóðverið í hverri viku, svarar nokkrum viðeigandi spurningum og ræðir fimm góð lög.

Kocoon var með fimm góðar vínylplötur í farteskinu sem hann ræddi nánar við umsjónarmenn þáttarins. 

Fyrir þá sem ekki þekkja DJ Kocoon þá tilheyrir hann samvinnuhópnum Plútó sem samanstendur af þeim Ewok, Kocoon, Skeng, Tandra, Ozy, Skurð, Hlýnun Jarðar, Juliu, Magga B, Frank Honest, Bingi Baboom og Nærveru. Plútó stýrir einnig samnefndum útvarpsþætti á KissFM Xtra 104.5 (alla sunnudaga á milli kl 20:00 og 22:00) þar sem sérstök áhersla er lögð á bassaþunga og forvitnilega tóna. 

Þess má geta að nokkrir meðlimir Plútó troða upp næstkomandi 15. júlí á Húrra þar sem plötusnúðurinn DJ Earl (úr Teklife Chicago) stígur á svið í samstarfi við Red Bull Music Academy.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing