Auglýsing

Remote play

Hingað til hefur PlayStation eingöngu boðið upp á Remote Play í Xperia Z2 og Z3 tækjum. Notandinn TheScriptKitty á Android samfélagi XDA hefur hinsvegar náð að opna Sony Remote Play appið fyrir nánast öll Android tæki, eins og tæknibloggið snjalla www.simon.is benti nýverið á. Appið virkar þannig að tækið tengist við PS4 tölvuna og streymir leikinn yfir þráðlaust net eða farnet og þannig spilað PS4 leiki í símanum þínum. Hægt er að tengja PS4 fjarstýringu við tækið eða nota takka sem birtast á skjánum til þess að stýra leikjunum. Tækið þarf ekki endilega að vera á sama neti og PS4 tölvan og er því hægt að spila PS4 leiki hvar sem er, en það þarf þó góða nettengingu á báðum endum til þess að það gangi hnökralaust fyrir sig. Það er mælt með að vera með router með 5 GHZ þráðlausu og að tengja PS4 tölvuna með ethernet snúru til þess að koma í veg fyrir hökt.

Sjá nánar á tækniblogginu www.simon.is

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing