Þann 26. og 27. janúar verður burlesque-sýningin Reykjavík Kabarett sýnd í Græna herberginu á Lækjargötu.
Sýningin skartar hæfileikaríkum íslenskum dívum á borð við Miss Mokki, Nadiu, Ungfrú Hringaná og Maísól, auk sérstakra gesta eins og hinni sjóðandi Gal Friday frá New York, hinni dularfullu Vanessa Teague, Kvartettinum Barbara og norska slagsmálahundinum Ine Camilla Bjørnstein.
Kynnir kvöldsins er Lárus Blöndal, einnig þekktur sem Lalli töframaður.
Reykjavík Kabarett er í senn sexí, skrýtið, fyndið, með bröndurum, göldrum, fettum, brettum og rassaskvettum.
Eins og kaninn segir: „Be there.“
Hvar: Græna herbergið (Lækjargata 6a, 101 RVK)
Hvenær: Húsið opnar kl. 20:30 og sýning hefst stundvíslega kl. 21:00
Aldurstakmark: 20 ára
Aðgangur: 3.900 ISK
Athugið að aðeins 80 miðar eru í boði hvert kvöld. Síðast var uppselt löngu fyrir viðburð.
Miðasalan er hafin á https://tix.is/is/event/3262/reykjavik-kabarett/