Nýverið kom
þátturinn The Truth about
“Post-Truth”
(Sannleikurinn um eftir-sannleikann) út
í hlaðvarpinu Ideas.
Þátturinn
fjallar um hin svokölluðu „eftir-sannleiksár“
(“The
Post-Truth Era”) í Bandaríkjunum þar sem stjórnandi þáttarins Paul Kennedy spjallar við
Henry Giroux, prófessor við McMaster háskóla í Kanada, sem
gaf
út bókina America at War with
Itself (Bandaríkin gegn sjálfum sér) fyrir
stuttu.
Samkvæmt
Giroux merkir fyrirbærið „eftir-sannleikur“
það
að einstaklingar þurfi ekki lengur að taka sönnunum eða
staðreyndum alvarlega (Oxford-orðabókin þýðir hugtakið á
þennan veginn: þegar „hlutlægar staðreyndir skipta minna máli
í mótun almenningsálitsins heldur en það sem höfðar til
tilfinninga og persónulegra skoðana.“)
Í augum Giroux er
fyrirbærið fyrst og fremst til marks um ákveðinn flótta frá
allri siðferðislegri, pólitískri og samfélagslegri ábyrgð og
vill hann meina að 11. september hafi markað tímamót hvað þetta varðar í
bandarískri stjórnmálasögu; með lygum Bush forseta um meinta
eign Íraksstjórnar á gereyðingarvopnum urðu lygar ráðamanna alvarlegri,
að hans mati.
Nýr
heimur tók við, heimur sem einkennist af ofgnótt upplýsinga, örum
hraða, mikilli hræðslu ásamt auknum völdum stórfyrirtækja og
dægurhetja. Allt þetta kann að hafa forheimskandi áhrif á
fólkið.
„Þetta
er hugsunarlaus heimur,“ segir Giroux í samtali við Ideas.
Í
kjarnann er Giroux ekki hrifinn af hugtakinu „eftir-sannleikur“
og heldur hann því fram að eftir-sannleiksárin snúist í raun og
veru um allt annað: borgarlegt ólæsi.
Þegar
þegnunum skortir læsi til þess að rýna í staðhæfingar
ráðamanna, þá er lýðræðið sjálft í hættu.
SKE
mælir sérstaklega með þættinum The Truth about
“Post-Truth.” Hlýða má á þáttinn í heild sinni hér fyrir neðan.
Um Ideas: Þátturinn er framleiddur af kanadíska ríkisútvarpinu (CBC) og er
honum stjórnað af hinum geðþekka Paul Kennedy, sem býr að
mikilli reynslu á sviði útvarps. Hver þáttur hefur sinn þema,
sem þáttastjórnandinn og viðmælendur hans kryfja til mergðar á
60 mínútum.