Á myndbandavefnum YouTube má finna sérstaka rás sem ber titilinn „BadLipReading“ en rásin er uppfull af myndböndum sem talað er inn á með röngum setningum. Nú á dögunum sendi stöðin frá sér myndband frá fyrstu kappræðum Hillary Clinton og Donald Trump og þykir útkoman sérstaklega vel heppnuð.
Stöðin „BadLipReading“ var stofnuð árið 2012 og er hún rekin af nafnlausum aðila sem starfar í tónlistarbransanum. Þessi nafnlausi aðili gerir grín að myndbrotum úr kvikmyndum, sjónvarpsþáttum, tónlist og pólitískum fréttum með því að lesa inn á þau undarlega hluti sem passa við hvernig varirnar hreyfast. „BadLipReading“ var valin „the breakout hit“ eða helsti smellur forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2012.
Frá mars 2016, hefur „BadLipReading“ sankað að sér yfir fimm milljón notenda og hafa myndöndin verið skoðuð alls 619 milljón sinnum.