Auglýsing

Sérdeilis fyndinn slæmur varalestur (Clinton VS. Trump)

Á mynd­banda­vefn­um YouTu­be má finna sérstaka rás sem ber titilinn „BadLipRea­ding“ en rás­in er uppfull af myndböndum sem talað er inn á með röngum setn­ing­um. Nú á dögunum sendi stöðin frá sér myndband frá fyrstu kappræðum Hillary Clinton og Donald Trump og þykir útkoman sérstaklega vel heppnuð.

Stöðin „BadLipRea­ding“ var stofnuð árið 2012 og er hún rek­in af nafn­laus­um aðila sem starfar í tón­list­ar­brans­an­um. Þessi nafnlausi aðili ger­ir grín að mynd­brot­um úr kvik­mynd­um, sjón­varpsþátt­um, tónlist og póli­tísk­um frétt­um með því að lesa inn á þau und­ar­lega hluti sem passa við hvernig var­irn­ar hreyf­ast. „BadLipRea­ding“ var val­in „the brea­kout hit“ eða helsti smell­ur for­seta­kosn­ing­anna í Banda­ríkj­un­um árið 2012.

Frá mars 2016, hefur „BadLipReading“ sankað að sér yfir fimm milljón notenda og hafa myndöndin verið skoðuð alls 619 milljón sinnum.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing