Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, hélt ofangreinda ræðu eftir sigur Donald Trump í forsetakosningunum í gær.
Í ræðu sinni sagði Obama meðal annars að þó svo að hann og Trump væru vissulega ósammála um margt þá væri mikilvægt fyrir Bandaríkjamenn að hafa það hugfast að þeir eru allir í sama liðinu. Obama bætti því við að hann hafi hringt í Trump í gær og óskað honum til hamingju með sigurinn. Jafnframt bauð hann honum í heimsókn til Hvíta hússins á morgun.
Barack Obama var augljóslega að reyna stappa stálinu í samlanda sína:
„Á þessum tímapunkti þurfum við öll að halda með Donald Trump svo að honum takist að sameina og leiða Bandaríkin.“
– Barack Obama