Rúmur mánuður er liðinn frá heimsókn rapparans Igna í útvarpsþáttinn Kronik á X-inu 977. Ásamt því að spjalla stuttlega við umsjónarmenn þáttarins um tónlistina, lífið og ýmislegt annað flutti hann einnig lagið Chargé í beinni (sjá neðst).
Nú hefur myndband við lagið litið dagsins ljós (sjá hér fyrir ofan) en í samtali við SKE í gær sagði rapparinn að hugmyndin á bak við lagið og myndbandið væri einföld:
„Pælingin á bak við Chargé er í rauninni sú að ég ætla ekki að hægja á mér og ætla að vaða af fullum krafti í tónlistina án þess að líta til baka. Sú ákvörðun að gera myndband við lagið kom mun seinna. Við komum nokkrir að gerð myndbandsins og má segja að svipuð hugmyndafræði ráði þar ríkjum.“
– Igna
Hér fyrir neðan má svo sjá nokkur skjáskot úr myndbandinu.
Síðast gaf Igna út myndband við lagið Athena (sjá hér fyrir neðan).