Auglýsing

SKE rifjar upp söguna á bakvið eitt frægasta meme internetsins: Winnebago Man

Kómík

Árið 2009 kom heimildarmyndin Winnebago Man út undir leikstjórn Ben Steinbauer.

Heimildarmyndin fjallar um seríu af úrklippingum („outtakes“) sem urðu til við tökur á Winnebago-auglýsingu (Winnebago er tegund af húsbíl) á níunda áratugnum þar sem sölumaðurinn Jack Rebney missir ítrekað stjórn af skapinu og bölvar sjálfum sér, og húsbílnum, í sand og ösku.

Serían var upprunalega einkabrandari, sem fór svo að flakka á milli manna á VHS spólu. Með tilkomu internetsins rataði serían um síðir á Youtube

Myndbandið var svo vinsælt að Rebney var fljótt titlaður „reiðasti maður jarðarinnar.“

Heimildarmyndin, sem fær frábæra dóma, fjallar um uppruna Winnebago mannsins og skoðar hvaða áhrif vinsældir seríunnar höfðu á Rebney (í upphaf myndarinnar ræður leikstjórinn Ben Steinbauer einkaspæjara til þess að hafa uppi á Rebney, sem kemur fyrir sem ótrúlega viðfelldinn og rólegur maður … en svo kemur ýmislegt í ljós.)

Hér fyrir ofan má sjá Winnebago Man seríuna í heild sinni og í ágætis gæðum; án efa eitt fyndnasta myndbandið á netinu enn þann dag í dag.

Nánar: https://knowyourmeme.com/memes/winnebago-man

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing