Leikkonan Susan Sarandon var gestur Evan Davies á BBC í síðustu viku. Í þættinum skýrði hún afstöðu sína gagnvart forsetakosningunum vestanhafs:
„Ég hef áhyggjur af stríði, af Sýrlandi, af öllum þessu hlutum sem eru að gerast í raun og veru. Ég hef áhyggjur af umhverfinu. Það skiptir ekki máli hver stendur uppi sem sigurvegari í þessum kosningum vegna þess að peningar stjórna öllu í kerfinu í dag.“
– Susan Sarandon
Susan Sarandon, sem studdi Bernie Sanders í upphaf kosningabaráttunnar, segist ætla að kjósa frambjóðanda Græna flokksins Jill Stein. Bætir hún því þó við að hún sé nokkuð viss um að Hillary Clinton beri sigur úr býtum þegar upp er staðið.