Góðan literatúr á að lesa upphátt; á að þyrlast um í kjafti lesandans eins og munnfylli af Amarone – já, góður literatúr er eins og
töfraþula, sjáðu. Hvers vegna? Vegna þess að hinn þögli hugur svindlar: hann
spanar, stamar og stekkur yfir, og sú þýðing sem aðeins þessi nautnasjúka varfærni
upplestursins getur viðað að sér týnist fyrir þögla lesendanum að eilífu …
Þetta er ástæðan fyrir því að SKE elskar hlaðvarpið the
Author’s Voice: New Fiction from the New Yorker. Í
hverri viku lesa höfundar the New Yorker smásögur eftir sjálfan sig upphátt:
Zadie Smith, Ian McEwan, Paul Theroux eru meðal þeirra höfunda sem hafa lesið upp
sögur sínar í hlaðvarpinu. SKE mælir sérstaklega með lestri Curtis Sittenfeld á
smásögunni Gender Studies. Hún er einstök.
Hér er hlekkur á síðu
hlaðvarpsins: