Auglýsing

Þegar Óttarr Proppé gagnrýndi „Illmatic“—“pilot“ þáttur hlaðvarps SKE (myndband)

SKE Tónlist

Í dag (18. febrúar) rataði myndbandsútgáfa af fyrsta þætti („pilot“) hlaðvarps SKE á netið (sjá hér að ofan). Hlaðvarpsþátturinn sjálfur verður birtur á næstu dögum í fullri lengd. 

Hljóðblöndun: Eiríkur Sigurðarson
Ráðgjöf: Anna Marsý
Raddir: Ragnar Tómas & Arnar Jóns
Upptaka: Benedikt Freyr
Sérstakar þakkir: Óttarr Proppé

Í fyrsta þættinum er platan Illmatic eftir bandaríska rapparann Nas tekin fyrir. Eins og fram kemur í þættinum gagnrýndi Óttarr Proppé, fyrrum heilbrigðisráðherra, plötuna árið 1994 fyrir tímaritið Eintak. Í dómnum gefur Óttarr tvívegis til kynna að Nas sé, í raun, ekki
rappari í eintölu—heldur hópur rappara í fleirtölu. Þá fær Illmatic aðeins eina stjörnu af fjórum mögulegum. 

Nánar: https://timarit.is/view_page_i…

Í samtali við SKE í janúar sagði Óttarr að fyrir tilkomu internetsins var það gjarnan torvelt fyrir blaðafólk að afla sér heimildir: 

„Á þessum tíma fyrir tíma internetsins var gjarnan óhægt um heimildaöflun, sérstaklega fyrir smágreinar af þessu tagi—sem engan grunaði heldur að ættu mikið meira en skammlífi.“

– Óttarr Proppé

Að lokum má þess geta að útgangspunktur hlaðvarps SKE er Frelsi; í seríunni mun ritstjórn SKE velta hugtakinu Frelsi fyrir sér og þá í samhengi við tónlist. 

Hér fyrir neðan er svo Illmatic á Spotify. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing