Auglýsing

Tölvugert svall í nýjasta myndbandi Alviu og Cyber: „Cyber Gum“

Síðastliðinn föstudag (1. september) frumsýndu Alvia og Cyber myndband við lagið Cyber Gum á Prikinu. Síðar um helgina rataði myndbandið á Youtube (sjá hér fyrir ofan) en myndbandinu leikstýrði Gabríel Benedikt Bachmann og sá Hermann Bridde um útsetningu lagsins. 

Um ræðir tölvugert myndband í anda SIMS tölvuleikjanna þar sem fyrrnefndir rapparar stytta sér stundir í framandlegu stórhýsi við ströndina. Geymir slotið jafnframt ýmsa rótgróna fylgihluti rapptónlistar, þar á meðal peningabúnt, glæsikerrur, hampjurtir, o.s.frv. (sjá hér fyrir neðan) en töluverður ólifnaður er á stafrænum staðgenglum rapparanna í myndbandinu; í stuttu máli mætti lýsa söguþræðinum sem „teiti sem fer úr böndunum.“

Lagið er að finna á mixteipinu Elegant Hoe sem Alvia gaf út á fyrr á árinu og er aðgengilegt á Spotify. Cyber Gum er jafnframt þriðja myndbandið sem Alvia gefur út við lag á mixteipinu; áður var Alvia búin að gefa út myndbönd við lögin Elegant Hoe og Enter the Gum (sjá hér fyrir neðan).

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing