Scramblerinn sækir útlit sitt í Triumph twins hjólin frá sjöunda áratugnum, en eigendur þeirra breyttu þeim fyrir utanvegaakstur í eyðimörkum og víðar þar sem hægt var að nota kraft vélanna til fullnustu.
Hjólið hefur klassískt og uppreisnargjarnt útlit, ef svo má að orði komast, sem margir bifhjólamenn fíla. Hjólið byggir á Bonneville hjóli sama framleiðanda en vélin er með „parallel twin“ í klassískum stíl, eins fallegu og á upprunalegu hjólunum, með rúnaðri stálgrind eins og vera ber.
https://www.triumphmotorcycles.com