Lögreglan í Atlanta leitar enn manns vegna skotbardaga sem átti sér stað á bensínstöð við Lee Street á mánudagskvöldið, en tilkynnt var um skothvelli síðla kvölds.
Þegar lögreglan kom á vettvang hafði ung kona verið skotin í öxlina. Konan var síðar flutt á spítala.
Á myndbandsupptöku sem náðist af atvikinu (sjá hér fyrir ofan) má sjá tvo menn eiga í orðaskaki fyrir framan svartan Dodge Charger.
Að sögn eiganda bílsins virtist hinn grunaði teygja sig í átt að skammbyssu og ákvað hann því að svara fyrir sig með því að grípa í AK-47 riffil. Samskipti mannanna endar á því að hinn grunaði hleypur á brott og skýtur nokkrum skotum í átt að eiganda bílsins. Að minnsta kosti fjögur skot fóru í gegnum framrúðu bílsins og hæfði eitt skotið fyrrnefnda konu sem sat í framsæti bílsins.
Hinn grunaði stakk síðar af í rauðum og svörtum Mazda.