Auglýsing

Wu-Tang bragur yfir nýjasta lagi Bróður BIG og Gísla Pálma: Bragdagalistir

Íslenskt

Síðastliðinn 13. júli gaf rapparinn Bróðir BIG út lagið Bragdagalistir (sjá hér fyrir ofan) og virðist nokkur samrómur ríkja á milli manna að einhver Wu-Tang bragur sé yfir laginu; við fyrstu hlustun er líkt og að RZA hafi ákveðið að endurgera lagið Triumph en skipt út Wu-Tang ættbálknum fyrir Bróður BIG og Gísla Pálma – en rappararnir tveir skipta á milli sín sitt hvoru erindinu í laginu:

„Ég hræki í mækinn
Rækilega ef tækifæri gefst
Með hægri hendi 
Kræk’ í tækið
Frá þú færir
Væri best,“

Rappar Bróðir BIG yfir bítið er Gísli Pálmi tjáir hlustendum að hann er kominn á beinu brautina á ný:

„Ég gleypi ekki töflur lengur
Nema að það sé Lýsi.“

Í samtali við SKE við útgáfu Bragdagaalistir lýsti Bróðir BIG tilurð lagsins nánar:

Í desember 2015 gáfu ég og MC Bjór út myndband við lagið Kontrabassa Montrassar. Lagið var kosið Lag ársins inni á grúppunni Nýtt íslenskt Hip-Hop á Facebook en Gísli hefur eflaust hugsað: „If you can‘t beat them, join them“ og hafði samband við mig stuttu seinna og bauð mér í Glacier Mafia hljóðverið. Upprunulega hugmyndin var að gera eitthvað meira í hans stíl og Gísli var fyrst ekkert spenntur fyrir því að taka þátt í einhverju gamaldags „boombap-i“ en þegar hann heyrði þetta bít frá Arnóri var hann fljótur að skipta um skoðun. Ég var ekki hata það að fá stærstu rappstjörnu landsins með á plötuna mína. Það kom mér líka á óvart hversu góður Gísli er í raun og veru; hann hoppaði yfir í  „boombap“ stílinn eins og hann hafi aldrei gert neitt annað og skilaði sínu með sóma. Við tókum lagið upp í Glacier Mafia hljóðverinu og Jóhann Bjarkason (ReddLights) hljóðritaði- og blandaði. DJ Bricks tók svo smá „scratch“ á þetta. Í laginu líkjum við braghætti okkar við bardagalistir með fjöldabragðarímu og þungavigtar hljóðnemaleikum.

– Bróðir BIG

Lagið Bragdagalistir verður að finna á væntanlegri plötu Bróður BIG, Hrátt hljóð, sem kemur út 19. júlí á Spotify en rapparinn hyggst fagna útgáfu plötunnar næstkomandi 27. júlí á Prikinu. 

Í útgáfuteitinu mun hann stíga á svið ásamt öllum gestaröppurum plötunnar en þeir eru Gísli Pálmi, BófaTófan (Geimfarar), Seppi (Ha Why? / Afkvæmi Guðanna / Rottweiler), MC Bjór, Haukur H (Þriðja Hæðin), Þeytibrandur og Morgunroði. 

Áhugasamir geta verslað sér eintak af plötunni á bæði CD og Vinyl í útgáfuteitinu á Prikinu (platan verður svo til sölu í Lucky Records frá 29. júlí).

Þess má einnig geta að Bróðir Big gaf út titillag plötunnar síðastliðinn 4. júlí (sjá hér fyrir neðan) og að myndband við lagið Rekkógnæs er væntanlegt einhvern tímann í júlí (ásamt myndbandi við annað lag á plötunni).

Nánar: https://ske.is/grein/brodir-big…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing