Tækniskólinn býður upp á gríðarlega fjölbreytt úrval námskeiða fyrir alla sem hafa áhuga á annað hvort að sinna áhugamálum eða þurfa að dusta rykið af gömlum fróðleik og bæta nýjum í safnið. Meðal námskeiða sem boðið er upp á eru bókagerð, bólstrun, bæklingagerð í InDesign, fatabreytingar, gítarsmíði, höggva í stein, HTML5 & CSS3, húsgagnaviðgerðir, Illustrator, app fyrir Android, járnrennismíði, Lightroom myndvinnsla, ljósmyndanámskeið, mósaíknámskeið, olíumálun, rafeindatækni fyrir byrjendur, reiðhjólaviðgerðir, skrautskrift, tískuteikning og margt fleira. Sum námskeið byrja nú í vor en önnur í haust.
Nánar: tskoli.is