Fréttir
Sannleikurinn er ljósið—sem ég beiti líkt og geislaverð, segir Ameríkumaðurinn og rímnasmiðurinn Murs í lagi sínu God Black / Black God, sem hann samdi í samstarfi við tónlistarmanninn 9th Wonder. Í gær (21. ágúst) gáfu félagarnir út myndband við lagið (sjá hér að ofan) sem SKE þykir einstaklega vel heppnað. Í myndbandinu setja kumpánarnir tveir sig í ýmsar stellingar fyrir framan kyrrstæða upptökuvél, er spaugilegar tæknibrellur vinna gegn tilbreytingarleysi sviðsmyndarinnar. Takturinn er þróttmikill og flæðið lipurt. Í ljósi þess að Murs og 9th Wonder eru báðir komnir á fimmtugsaldurinn teljast þeir máske risaeðlur á mælikvarða rapps—en þó eru klærnar, engu að síður, beittar,
Lagið er að finna á plötunni Brighter Daze sem tvíeykið gaf út árið 2015.