Í grein sem breska dagblaðið The Guardian birti á heimasíðu sinni í morgun líkir blaðakonan Catherine Shoard viðtali Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, við sænsku fréttastöðina SVT, við fléttu í skandinavískri glæpasögu. Catherine Shoard bætir því við að tvístígandi og ráðþrota viðbrögð Sigmundar Davíðs í viðtalinu hafi verið eins og atriði í íslensku glæpaseríunni Ófærð:
„Rauðu augun, agalega brosið, jarmið um sakleysið.
– Catherine Shoard
Greininni fylgir myndband frá mótmælunum á mánudaginn, ásamt einkum viðeigandi tilvitnun í Woody Allen.
„Fyrir 30 árum síðan sagði Woody Allen: ,Lífið hermir ekki lengur eftir listinni, heldur lélegu sjónvarpi.’ Í dag eru sjónvarpsþættir betri. Miklu betri. Þetta eru góðar fréttir fyrir lífið, sem nú getur hermt eftir listinni á ný.“
– Catherine Shoard
Greinina má lesa í heild sinni hér: