Auglýsing

Gummi Ben, Twitter og enskar forsíður!

Í annað skiptið á innan við viku hefur frammistaða íslenska landsliðsins í fótbotla ratað í helstu fjölmiðla heims. Virðast blaðamenn vera aðallega uppteknir af þrennu: Gumma Ben, viðbrögðum fótboltaunnenda á Twitter ásamt mögulegum forsíðum enskra fjölmiðla á morgun.

GUMMI BEN

Enn og aftur vekja viðbrögð Gumma Ben á EM athygli alþjóðafjölmiðla. Eins og frægt er orðið fór lýsing Gumma Ben á sigurmarki Íslands gegn Austurríkismönnum „viral“ í síðustu viku. Nú hefur íþróttaþulurinn viðfelldni endurtekið leikinn, en hann var við það að missa röddina á ný eftir að Kolbeinn Sigþórsson skoraði seinna marki Íslands gegn Englendingum (hlusta má á viðbrögð hans héf fyrir neðan).

Á vefsíðu Guardian kemur fram að þó svo að Gumma hafi verið sagt upp störfum hjá KR — þá er honum eflaust búinn að gleyma því eftir sigurinn í kvöld:

„Eftir að hafa flutt eina eftirminnilegustu lýsingu íþróttasögunnar þegar íslenska landsliðið sigraði Austurríki í síðustu viku, var Guðmundi Benediktssyni tilkynnt af stjórnendum KR að þjónustu hans væri ekki lengur krafist hjá liðinu. En það kom ekki í veg fyrir að þessi 41 árs gamli íþróttafréttamaður var enn og ný við stjórnvölin þegar Ísland lagði Englendinga í 16 liða úrslitum og voru viðbrögð hans við marki Kolbeins Sigþórssonar ekki síður eftirminnileg.“

Hér eru hlekkir á nokkra erlenda fjölmiðla sem hafa fjallað um Gumma:

https://www.theguardian.com/football/2016/jun/27/y…You can go out of Europe!’ Iceland commentator savours win over England (The Guardian)

https://sports.yahoo.com/blogs/soccer-fc-yahoo/comm… Hear Icelandic commentator squeal as Iceland scores to beat England (Yahoo Sports)

https://www.whoateallthepies.tv/videos/239482/hes-a… He’s at it again! Commentator Guðmundur Benediktsson goes bonkers as Iceland down England (Who Ate All the Pies)

https://www.si.com/extra-mustard/2016/06/27/iceland… Icelandic commentator goes nuts during match Vs. England

https://www.thepostgame.com/iceland-commentator-los… Iceland’s TV commentator loses his mind in win over England

TWITTER

Á sama tíma og Gummi Ben og íslenska landsliðið voru að brillera voru Englendingar sérdeilis andlausir. Viðbrögð manna á Twitter voru ekki sérstaklega vingjarnleg í garð Englendinga:

Obviously Roy has to go but the players performance tonight barring Rashford was a disgrace. #ENGICL

– @Carra23 (Jamie Carragher)

How have we just lost to Iceland? This is like when Mike Tyson lost to Buster Douglas… HOW!? #ENGICE

– @ChrisEubankJr (Chris Eubank Jr.)

To be fair, it would have been quite an embarrassing year to win the #euros.. #ENGICE

– @maitlis

Boris – probably best if you secure those borders before this England team gets home. #ENGICE #EURO2016

– @PatricKielty

Boris Johnson! Michael Gove! Nigel Farage! Your boys took one hell of a beating! (If only) #ENGICE #Brexit

– @PhilipBromwell

The craziest thing I have ever seen in football #ENGISL

– @Pschmeicel1 (Peter Schmeicel)

MÖGULEGAR FORSÍÐUR

Breskir blaðamenn og háðfuglar voru ekki lengi að teikna upp mögulegar útgáfur af forsíðum og baksíðum morgundagsins:

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing