Youtube-rásin The Blonde Abroad (Ljóskan erlendis) státar sig af 19.000 áskrifendum. Rásinni stýrir hin viðfelldna Kiersten Rich en árið 2011 sagði hún starfi sínu í fjármálageiranum lausu með það fyrir stafni að ferðast um heiminn.
Nánar: https://www.dailymail.co.uk/tra…
Nýverið sóttu hún Ísland heim og staldraði meðal annars við hjá Ekta Fiski á Hauganesi þar sem Elvar Reykjalín, framkvæmdastjóri fyrirtækisins, bauð henni upp á hákarl (sjá hér fyrir ofan). Í stuttu máli geðjaðist henni ekki bragðið.
Í stuttum texta sem fylgir myndbandinu á Youtube lýsir hún reynslu sinni á eftirfarandi veg:
„Kokkurinn Anthony Bourdain hefur lýst hákarli sem það versta, andstyggilegasta og hryllilegasta sem hann hefur nokkurn tímann smakkað. Þetta var svo sannarlega raunin en lyktin var enn sterkari en bragðið.“
– Kiersten Rich
Hér fyrir neðan er svo myndband af heimsókn Kiersten til Íslands árið 2014.