Auglýsing

„Hann dó aleinn í Kerr County fangelsinu—eftir ofneyslu fentanýls.“

Fréttir

Árið 2011 kom Bandaríkjamaðurinn Anthony Simpkins Youtube-rásinni GemsOnVHS á fót. Markmið Simpkins með stofnun rásarinnar var að ferðast um heiminn í leit að heiðarlegri tjáningu—og ef svo vildi til að leitin bar árangur beindi Simpkins myndavélinni að viðkomandi tónlistarkonu eða manni og hlóð svo myndefninu upp á Youtube svo að almenningur gæti notið góðs af. 

Nánar: https://www.rollingstone.com/m…

Í dag—ca. átta árum síðar—er Simpkins enn á höttunum eftir góðri tónlist og fylgjast reglulega u.þ.b. 54.000 manns með viðleitni hans, þ.e.a.s. eru áskrifendur að rásinni (upptökur Simpkins hafa verið skoðaðar rúmlega 30 milljón sinnum). 

Meðal þeirra listamanna sem Simpkins hefur vakið athygli á er bandaríski lagahöfundurinn Hayden Karchmer, sem gengur undir nafninu the Hill Country Devil. Líkt og Simpkins segir sjálfur frá er Karchmer ekki einvörðungu einn besti lagahöfundur sem hann hefur kynnst—heldur ákveðinn sérvitringur líka.

„Maður þarf að hafa hraðann á ef maður ætlar að dansa í takt við krappadans Karchmer. Frá því að ég kynntist honum hef ég þekkt hann sem sendil, sem dyravörð á nektarstað, sem hjúkrunarfræðing á geðdeild, sem kynni í bingó, og, oftar en ekki, fastagest á meðferðarheimilum. Hann hefur veðsett allar sínar eigur—og jafnvel annað sem hann átti ekki. Í gegnum þetta allt saman, heyri ég alltaf lögin hans, og geri enn.“

– Anthony Simpkins

Í gær (19. mars) birti Simpkins nýtt lag eftir Karchmer (sjá hér að neðan). Lagið ber titilinn Kerr County Dopesick Blues og er tileinkað vini Karchmer, Joshua, sem lést í Kerr County fangageymslunni eftir ofneyslu fentanýls. Lagið sjálft er átakanlegt og textinn einlægur og fallegur. Karchmer var í svo annarlegu ástandi eftir andlát vinar síns að Simpkins þurfti nokkrar atrennur til þess að festa lagið á filmu. 

Talið er að um 72 þúsund Bandaríkjamenn létu lífið vegna ofneyslu á lyfjum árið 2017.

Nánar: https://www.ruv.is/frett/72-thu…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing