Auglýsing

Hélt að Kofinn væri skýrður eftir Pokémon skrímsli

Clare Siobhan stýrir Youtube rás um tölvuleiki. Hún heimsótti nýlega Ísland með vini sínum Ali til þess að vera viðstödd ráðstefnu á vegum LG í Hörpunni. Clare og Ali voru staðráðin í því að spila Pokémon á Íslandi og vonuðust sérstaklega eftir því að finna sjaldgæfa Pokémon. Í myndbandinu hér fyrir ofan má sjá Clare rölta um Laugaveginn og furða sig á vinsældum Pokémon Go á Íslandi. Besta augnablik myndbandsins er eflaust þegar Clare kemur auga á Kofa Tómasar Frænda (á skiltinu stendur „Kofinn“) og er fullviss um að staðurinn sé skýrður í höfuðið á Pokémon skrímslinu Koffing (í kringum 7:50). Henni til varnar þá virðast allir gestir staðarins vera uppteknir í Pokémon Go.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing