Fréttir
Norska söngkonan Sigrid var einn af hápunktum Iceland Airwaves tónlistarhátíðarinnar í ár. Tróð hún upp á Listasafni Reykjavíkur við mikinn fögnuð áhorfenda.
Síðastliðinn 30. nóvember gaf söngkonan út myndband við lagið Strangers (sjá hér fyrir ofan) en lagið fylgir fast á eftir myndbandinu við lagið Plot Twist sem kom út í sumar.
Í viðtali við i-D stuttu eftir útgáfu myndbandsins lýsti hún hugmyndinni á bak við myndbandið á eftirfarandi veg:
„Tökurnar voru unaður. Okkur langaði að fanga þessa tilfinningu þegar maður sér hin eða þessi fyrirbæri á annan veg en venjulega. Það eina raunsæja við myndbandð er ég að dansa á minn hefðbundna hátt.“
– Sigrid
Hér fyrir neðan má svo sjá söngkonuna flytja lagið í beinni í þættinum Sounds Like Friday Night á BBC.