Auglýsing

Hlaðvarp fyrir tónlistarunnendur—Action Bronson ræðir „The Chairman’s Intent“

Hlaðvarp

Á alnetinu fyrirfinnst frægt Meme þar sem sköpunarferlinu er lýst í sex skrefum:

1. Þetta er geggjað.
2. Þetta er vandasamt.
3. Þetta er ömurlegt.
4. Ég er ömurlegur.
5. Þetta er allt í lagi.
6. Þetta er geggjað.

Hlaðvarpsþátturinn Song Exploder fjallar að hluta til um þetta ferli, þ.e.a.s. þá erfiðisvinnu (sálarkvöl, angist) sem oft og tíðum liggur að baki tónlistarsköpuninni. Í þættinum fær umsjónarmaður þáttarins, Hrishikesh Hirway, tónlistarmenn til sín til þess að ræða eitt tiltekið lag. Tónlistarmennirnir taka lögin sín í sundur, rás fyrir rás, og leiða hlustendur í gegnum ferlið ásamt því að kynna hugmyndina á bak við lagið. Meistaraleg hljóðvinnsla og fagmannleg hljóðklipping gerir Song Exploder að framúrskarandi þætti.

Nánar: www.songexploder.net

Frá því að þátturinn fór í loftið í byrjun janúar 2014 hefur Hrishikesh Hirway fengið frábæra gesti til sín, gesti á borð við Grimes, Weezer, Kelela, RJD2, Chet Faker—og Björk; í desember í fyrra ræddi íslenska söngkonan lagið Stonemilker sem er að finna á plötunni Vulnicura. Mælir SKE sérstaklega með þeim þætti.

Hér fyrir neðan er einnig hægt að hlusta á rapparann Action Bronson fjalla um lagið The Chairman’s Intent í 140. þætti Song Exploder sem kom út síðastliðinn 18. júlí.

Við bendum lesendum einnig á grein sem birtist á síðunni í fyrra þar sem 23 uppáhalds hlaðvörp SKE voru rædd:

https://ske.is/grein/23-uppahalds-hlaðvorp-ske…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing