Auglýsing

Hnetusmjör „freestyle-ar“ yfir Kanye og Jay-Z (Otis)

Eins og fram hefur komið fór 5. þáttur útvarpsþáttarins Kronik í loftið laugardaginn 7. janúar. 

Gestur þáttarins var enginn annar en Árni Páll, betur þekktur sem rapparinn Herra Hnetusmjör, en hann ræddi við Róbert Aron og Benedikt Frey um Rapp í Reykjavík, árið 2017 og væntanleg myndbönd, ásamt því að svara nokkrum vel völdum hraðaspurningum.

Í lok viðtalsins lét Hnetusmjör fjúka í kviðlingum, sumsé – mælti hann vísur af munni fram (betur þekkt sem „freestyle“ á ensku). Yrkti hann yfir bítið Otis sem rappararnir Jay-Z og Kanye West gerðu frægt á sínum tíma. 

Næsti þáttur Kronik fer í loftið laugardaginn 14. desember. Gestir þáttarins verða þau Alvia Islandia og Karítas.

Fylgist með. 

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing