Rúm tvö ár eru liðin frá því að breski rapparinn Stormzy gaf út plötuna Gang Signs & Prayer—og hefur rapparinn ekki gefið út neitt nýtt efni frá útgáfu plötunnar.
Er þetta ástæðan fyrir því að Twitter-notandinn Chukwurah Chinedu tístí rétt fyrir miðnætti í gær: „Eftir 459 ár ætlar Stormzy loks að gefa út nýja tónlist,“ og fangaði þar með ágætlega óþreyjuna sem margir aðdáendur rapparans hafa eflaust upplifað síðastliðin misseri.
Tístið vísar í lagið Vossi Bop sem kom út á Spotify í dag (sjá hér að neðan).
Takt lagsins smíðaði Chris Andoh og vísar titill lagsins, sem og viðlagið, í dans eftir Twitter-notandann @NLVossi (sjá hlekk hér að neðan).
Nánar: https://twitter.com/NLVossi/status/1121531605447692288
Í viðtali við Julie Adenuga í útvarpsþættinum Beats 1 útskýrði Stormzy hugmyndina á bak við lagið með eftirfarandi orðum:
„Þetta var bara svo smitandi (fyrrnefndur dans), einskonar ósvikinn gleðistund. Ég fór í hljóðverið nokkrum vikum síðar og samdi lagi „Vossi Bop.“ Það eru örugglega þrjú ár síðan, 2016 eða 2015. Vossi-andinn hreyfði við mér. Þetta er ímynd alls þess sem ég stend fyrir: sjálfstraustið, húmorinn, stíllinn, hæfileikinn, stjórnleysið, tilfinningin.“
– Stormzy
Þá sagðist Stormzy einnig vera að vinna í nýrri og einlægri plötu (sjá hér að neðan).
https://www.youtube.com/watch?v=zNeLIT-Z1E8