Fréttir
Meðal þess listafólks sem stóð upp úr á tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves 2018, að mati blaðamannsins Ryan Leas hjá vefsíðunni Stereogum, var bandaríski rapparinn Tierra Whack:
„Með fullri virðingu fyrir íslensku rappsenunni, þá stóð Tierra Whack upp úr á Iceland Airwaves … sem ein fárra upprennandi bandarískra listamanna á Airwaves í ár, voru tónleikar hennar ótrúlega hressir; Whack og plötusnúður hennar skiptust á bröndurum á milli laga og virtust undrandi á þeirri staðreynd að þau væru að troða upp á Íslandi.“
Nánar: https://www.stereogum.com/2022…
Í gær (22. nóvember) var Tierra Whack svo gestur plötusnúðsins Funk Flex, á útvarpsstöðinni Hot 97 í New York. Rappaði hún yfir taktinn Put Your Hands Where My Eyes Could See—sem rapparinn Busta Rhymes gerði frægt á sínum tíma—í beinni og uppskar mikið lof hlustenda (sjá hér að ofan).
Líkt og greina má í athugasemdakerfi Youtube eru margir áhorfendur á því að Tierra WHACK (bandarískt slanguyrði sem merkir lélegur) beri alls ekki nafn með rentu; sumir ganga svo langt að líkja henni við Lauryn Hill (Fugees).
Þess má einnig geta að Tierra Whack gaf út plötuna Whack World í lok maí á þessu ári. Um ræðir 15 laga hljómplötu þar sem öll lög plötunnar eru einungis ein mínúta á lengd.
Platan er, að mati SKE, ein af plötum ársins.
Áhugasamir geta lesið umfjöllun SKE um Whack World með því að smella á hlekkinn hér fyrir neðan.
Nánar: https://ske.is/grein/tierra-wha…
Hér er svo myndband við plötuna Whack World.