Auglýsing

Huginn gefur líklegast út mixteip í sumar: „Sit á miklu efni“

SKE: Þann 16. desember árið 2010 gaf rapparinn Lil Wayne út lagið 6 Foot 7 Foot en um ræðir fyrsta lagið sem rapparinn gaf út af plötunni Tha Carter IV (og jafnframt fyrsta lagið sem rapparinn tók upp eftir að hafa losnað úr fangelsi í nóvember 2010). Lagið geymir eina umdeildustu línu rappsögunnar: „Paper chasing, tell that paper: ‘Look, I’m right behind ya’ / Bitch, real G’s move in silence like lasagna“ /. Í línunni vísar rapparinn í það að g-ið í orðinu Lasagna sé hljóðlaust  sumsé sé ekki borið fram  og gefur hann þar með í skyn að eins sé farið með alvöru bófa: Þeir hafa ekki hátt um sig. Hins vegar veltu margir því fyrir sér þegar lagið kom út hvort að g-ið væri í raun hljóðlaust í orðinu Lasagna; breytist ekki framburður n-sins í orðinu sökum þess að g-ið kemur þar á undan? Fjölmargir rappspekingar veltu línunni fyrir sér eftir útgáfu lagsins, þar á meðal Questlove (The Roots) og Joe Budden. Sjálfur er undirritaður á þeirri skoðun að sú staðreynd að g-ið í Lasagna breyti því hvernig n-ið er borið fram styrki í raun myndlíkingu Wayne – alvöru „gangster-ar,“ þó svo að þeir hafi ekki hátt um sig, hafa þó áhrif (auðvitað væri þó skýrara að hafa forsetninguna „in“ á undan Lasagna). En hvað um það. Ekki er hægt að segja að rapparinn Huginn sé eins og g-ið í Lasagna (þó svo að þetta sé uppáhalds línan hans) en hann hefur svo sannarlega látið í sér heyra síðastliðna daga: Fyrir viku síðan sendi hann frá sér myndband við lagið Gefðu mér einn og hefur myndbandið og lagið verið í mikilli spilun meðal rappunnendaLeikstjórn myndbandsins var í höndum Arons Más Ólafssonar. SKE setti sig í samband við Huginn og spurði hann nánar út í myndbandið, framtíðina og rappið.

Viðtal: RTH
Viðmælandi: Huginn Frár Guðlaugsson

SKE: Sæll,
Huginn. Hvað er helst í fréttum?

Huginn:
Gefðu mér einn komið á Youtube og Spotify, loksins!

SKE: Hver
er Huginn og fyrir hvað stendur hann?

H: Ég er ungur strákur sem er loksins að gera það sem mig hefur lengi
langað til að gera: tónlist sem ég elska og ef einhverjir fleiri
fýla hana líka – þá er það bara bónus.

SKE: Þú
gafst út myndband við lagið Gefðu
mér einn
fyrir
stuttu – en ef þú gætir fengið eitt af hverju sem er, hvaða
fyrirbæri yrði fyrir valinu?

H:
Eina blokk, svo myndi ég bara leigja út – Airbnb money!

SKE: Myndbandið
við Gefðu
mér einn

var að hluta til tekið upp í Vesturbæjarlauginni, en það er
jafnframt uppáhalds sundlaug SKE. Hvers vegna varð sundlaugin fyrir
valinu?

H:
Aron Már Ólafsson, aka Aronmola, aka Molason, leikstýrði, skaut
og klippti myndbandið og var með þetta „location“ í huga, aðallega
út af því að gufan er svo flott, en við nýttum svo bara staðsetninguna og
tókum nokkrar tökur í viðbót. S/O Vesturbæjarlaug!

SKE: Besta
íslenska rapplag?

H: „At
the moment“ er það Joey Cypher – Joey Christ ft. Herra Hnetusmjör,
Birnir, Aron Can.

SKE: Tupac
elskaði Art
of War,
Dead
Prez elska sjálfsævisögu Malcolm X, Mos Def elskar Spámanninn
eftir
Gibran. Áttu þér uppáhalds bók?

H:
Af þeim fjórum bókum sem ég hef lesið, stendur Animal Farm
upp úr.

SKE: Besta
lag allra tíma?

H:
Úff, þetta er of erfið spurning, held ég geti ekki valið bara
eitt lag.

SKE: Það
verður nóg um að vera í rappinu á Íslandi í sumar: Fyrir hvaða
tónleikum ertu spenntastur?

H:
Erfitt að velja eitt. Líklegast Post Malone, Young Thug og Secret
Solstice í heild sinni.

SKE: Er
plata væntanleg? Fleiri myndbönd?

H:
Ég sit á miklu efni, sem ég hef verið að vinna í síðustu
mánuði, en er þannig séð ekki með neitt plan. Byrja að vinna í
næsta myndbandi á næstu vikum og sjáum til hvort mixtape gæti
ekki poppað upp í sumar.

SKE: Ef
þú yrðir að segja ævisögu þína í stuttu máli, í einni
setningu, hvernig myndi sú setning hljóma?

H: „Why be moody, when you can shake your booty?“

SKE: Nú
kemur þú fram á Stage Dive Fest á Húrra næstkomandi 9. júní.
Hvað geturðu sagt okkur um það?

H
: Fullt af flottu liði sem gerir flotta hluti, koma saman á flottum
viðburði og sýna dótið sem þau eru að vinna í.

SKE: Uppáhalds
tilvitnun / rapplína?

H: „Real g’s move in silence like lasagna“  Lil Wayne

SKE: Eitthvað
að lokum?

H: Finnið mig á Instagram undir ‘Hubbihubbihubbi’ og Snapchat undir
‘Huginnfrrr’.

(SKE þakkar Hugin kærlega fyrir spjallið og hvetur lesendur til þess að mæta á Stage Dive Fest á Húrra næstkomandi 9. júní. Hér fyrir neðan er svo myndband við lagið Gefðu mér einn.)

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing