Myndband
Diddi er sjö ára gamall Hafnfirðingur. Síðastliðna daga hafði hann glímt við þau látlausu óþægindi sem fylgja því að vera með lausa tönn. Í myndbandi sem móður hans deildi á netinu í gær tókst honum loks að losa sig við tönnina eftir nokkrar tilraunir. Viðbrögðin voru ómetanleg.
Því miður týndist tönnin í leiðinni og stendur leitin enn yfir að sögn móður hans.
SKE veltir því fyrir sér hvort að Diddi geti ekki framvísað ofangreindu myndbandi til tannálfsins máli sínu til stuðnings?