Auglýsing

„Hvað ef þetta verður ekki bara plata ársins?“—Ný plata frá GDRN komin á Spotify (Hvað ef)

Fréttir

Í dag (17. ágúst) gaf íslenska söngkonan GDRN—sem heitir réttu nafni Guðrún Ýr Eyfjörð Jóhannesdóttir—út plötuna Hvað ef (sjá hér að neðan) en um ræðir fyrstu breiðskífu söngkonunnar. 

Platan geymir 11 lög sem GDRN samdi í samstarfi við tvíeykið Ra:tio (sem samanstendur af þeim Bjarka Sigurðarsyni og Teiti Helga Skúlasyni). Tveir gestasöngvarar koma við sögu á plötunni: söngvarinn Auður og rapparinn Floni.

Líkt og fram kemur á RÚV er „óhætt að segja að ekki hafi farið fyrir viðlíka eftirvæntingu eftir nýrri íslenskri útgáfu um nokkurt skeið,“ eða líkt og einn hnyttinn notandi Facebook orðaði það: „Hvað ef þetta verður ekki bara plata ársins?“

Nánari umfjöllun um plötuna má finna á vefsíðu RÚV þar sem söngkonan fer yfir tilurð hvers lags í eigin orðum.

Nánar: https://www.ruv.is/frett/hvad-e…

Þess má einnig geta að yngri bróðir söngkonunnar, Matthías Eyfjörð, átti hugmyndina að laginu Þarf Þig sem er áttunda lag plötunnar. GDRN rekur sögu lagsins og taktsins í myndbandsseríunni Sýrland Sessions sem SKE framleiddi í samstarfi við Stúdíó Sýrland í sumar (sjá hér að neðan). 

Hér fyrir neðan er svo ábreiða GDRN af laginu Dúfan mín sem tónlistarmaðurinn Logi Pedro gaf út fyrr á árinu og myndbandið við lagið Lætur mig sem er að finna á fyrrnefndri plötu.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing