Auglýsing

„Ísland dró niður gæði Evrópumótsins“​

Í grein sem birtist á vefsíðunni Sports Quotient í gær mótmælir blaðamaðurinn Peter Schleckman tillögu Gianni Infantino, forseta FIFA, að fjölga ætti liðum í heimsmeistarakeppninni í fótbolta. Greinin er rituð undir yfirskriftinni Fjölgum ekki landsliðum á HM (Let’s Keep the World Cup at 32 Teams).

Í röksemdarfærslu sinni segir Schleckman að þesskonar breyting yrði til þess að gæði keppninnar myndi minnka til muna. Máli sínu til stuðnings vísar hann í Evrópumótið í knattspyrnu sem fór fram í Frakklandi í sumar:

„Þó svo að það hafi verið ánægjulegt að fylgjast með árangri lítilmagna á borð við íslenska landsliðsins og landsliði Norður-Írlands, þá skerti þátttaka þessara liða gæði keppninnar.“

– Peter Schleckman

Jafnframt segir Schleckman að fullkomið dæmi um þesskonar gæðaskerðingu hafi átt sér stað í leik Portúgals og Íslands.

„Þó svo að leikurinn hafi endað með 1-1 jafntefli, þá sýndi portúgalska landsliðið algjöra yfirburði og neyddu Íslendingana til þess að liggja í vörn í 90 mínútur. Portúgalar skutu 27 sinnum á markið en Íslendingar aðeins fjórum sinnum. Jafnframt voru Portúgalar með boltann tvo þriðju af tímanum … Íslendingar eiga vissulega hrós skilið fyrir árangurinn en ef leikurinn er skoðaður frá sjónarhorni hins hlutlausa áhorfanda þá skorti leikurinn alla spennu.“

– Peter Schleckman

Næsti leikur íslenska landsliðsins fer fram 12. nóvember gegn Króötum. Íslenska landsliðið er í öðru sæti I-riðils eftir þrjár umferðir með sjö stig. Króatar eru í fyrsta sæti riðilsins.

Nánar: https://thesportsquotient.com/soccer/2016/10/12/let…

Orð: RTH

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing