Auglýsing

„Ísland ekki fyrsta landið sem kemur upp í hugann.“

Fréttir

Tímaritið XXL hefur lengi verið í uppáhaldi meðal áhugafólks um rapptónlist—sem og Hip Hop menningu almennt—en tímaritið var stofnað árið 1997 og hafa mörg þekkt andlit fegrað forsíðu þess í gegnum árin, þar á meðal Jay-Z, Eminem, Drake, Snoop Dogg, og svona mætti lengi halda áfram að telja. 

Þó svo að tímaritið komi enn út í prenti (fjórum sinnum á ári) þá hefur vefsíða XXL einnig dafnað en u.þ.b. 70.000 manns heimsækja síðuna á hverjum degi. Það er þó ekki á hverjum degi sem vefsíðan fjallar um Ísland—í ljósi þess að bandarískt rapp er yfirleitt í fyrirrúmi— en athygli vekur að XXL birti grein um tónlistarhátíðina Secret Solstice á síðu sinni í gær.

Nánar: https://www.xxlmag.com/news/201…

Á þetta bendir Bjarni Jónsson—einn af aðstandendum hátíðarinnar—en hann deildi greininni á Facebook-síðu sinni í morgun og lýsti í kjölfarið ánægju sína og undrun:

Greinina ritar blaðamaðurinn Michael Saponara undir yfirskriftinni Gucci Mane, Stormzy og 6lack koma frá á Secret Solstice 2018 en ljóst er að það úrval listamanna sem stígur á svið í sumar þykir ansi tilkomumikið:

„Ísland er ekki fyrsta landið sem kemur upp í hugann þegar tónlistarhátíðir eru annars vegar, en Secret Solstice leitast nú við því að breyta því … fram kemur fjölbreytt flóra af Hip Hop listamönnum og ber helst að nefna Gucci Mane, Stormzy, Goldlink, 6lack, J Hus, IAMDBB og Masego, ásamt upprennandi íslenskum röppurum á borð við GKR og Alvia.“

– Michael Saponara

Nánar: https://secretsolstice.is/

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing