Auglýsing

Ísland í nýju myndbandi M.I.A og H&M

M.I.A. hefur hingað til verið þekkt fyrir illdeilur sínar við stór alþjóðleg fyrirtæki. Það kemur því eflaust mörgum á óvart að hún hafi gefið út lag í sameiningu við tískufyrirtækið H&M. Lagið, sem ber titilinn Rewear It, var frumsýnt í fyrradag á heimasíðu Vogue.

Lagið er hluti af herferð H&M (H&M’s World Recycle Week), sem hefur það að markmiði að vekja áhuga almennings á hlýnun jarðar með því að safna 1.000 tonn af gömlum fötum frá viðskiptavinum í skiptum við inneign í búðum H&M.

Í myndbandinu má sjá M.I.A. standa ofan á hrúgu af gömlum fötum á meðan dansarar hvaðanæva af heiminum sýna takta sínum í mismunandi borgum heims.

Í tilefni frumsýningarinnar svaraði M.I.A. nokkrum spurningum fyrir Vogue. Aðspurð hvar myndbandið hefði verið tekið upp, svaraði hún „í Bandaríkjunum, í Senegal og á Íslandi.“ Í myndbandinu má sjá nokkur skot sem tekin voru upp á mismunandi stöðum landsins.

Óvíst er hvort að lagið rati inn á væntanlegu plötu M.I.A. Matahdatah, sem hefur verið í vinnslu í ansi langan tíma, en vissulega lofar þetta góðu.

Hér er myndbandið:

Lesa má viðtalið við M.I.A. í Vogue hérna:

https://www.vogue.com/13424811/m-i-a-rewear-it-musi…

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing