Auglýsing

Íslendingar betri rapparar en Svíar og Þjóðverjar: „Aron Can, yes you can.“

Hin breska Shadey Bangs stýrir samnefndri rás á Youtube þar sem hún rýnir meðal annars í tónlist hvaðanæva úr heiminum í liðnum Music Mondays.

Í nýjasta myndbandi Shadey Bangs ber hún saman rapptónlist frá Íslandi, Svíþjóð og Þýskalandi (sjá hér að ofan), ásamt kollega sínum Tunde.

Í myndbandinu hlýða þau á fimm íslensk rapplög: Fullir vasar eftir Aron Can; Sósa eftir tvíeykið JóiPé x Króli og Aron Can; OMG eftir Flona, Birni og Joey Christ; Þetta má eftir Emmsjé Gauta og Herra Hnetusmjör; og Ungir strákar (Deep Mix) eftir Flona. Lögin fá fína dóma en þó standa Ungir strákar (Deep Mix) og Þetta má upp úr að mati þáttastjórnenda:

„Guð minn góður. Ég ætla gefa þessu lagi (Þetta má) 9 í einkunn. Þetta kom mér hressilega á óvart.“

– Tunde

Niðurstaða samanburðarins er sú að íslensk rapptónlist ber sigur úr býtum. Að meðaltali fær íslensk rapptónlist 7.8, þýsk rapptónlist fær 7.3 og sænsk rapptónlist 4.8.

Auglýsing

læk

Auglýsing
Auglýsing

Fréttir

Auglýsing