Í gær (11. júlí) gaf íslenska hljómsveitinn Pale Moon út myndband við lagið Exile (sjá hér að ofan). Myndbandið var tekið upp í Þingholtsstræti í lok apríl. Götunni var lokað og yfir 50 manns tóku þátt í framleiðslunni með beinum og óbeinum hætti.
Að sögn Árna Guðjónssonar, forsprakka sveitarinnar, fór mikill undirbúningur í verkefnið og hver sekúnda plönuð og æfð: „Sauma þurfti búninga, Koma fyrir matarvagni, semja dansspor og mála málverk svo eitthvað sé nefnt. Myndbandið var skotið í einni óklipptri töku.“
Lagið Exile er að finna á stuttskífunni Dust of Days sem kom út fyrr á árinu.
Hér fyrir neðan geta áhugasamir lesið viðtal við fyrrnefndan Árna Guðjónsson á SKE.is.