Í gærkvöldi var Donald Trump sérstakur gestur Jimmy Fallon í spjallþættinum The Tonight Show. Forsetaefni Repúblikanaflokksins var hinn almennilegasti og undir lok viðtalsins gaf hann þáttastjórnandanum leyfi til þess að rugla í hárinu sínu:
„Eigum við að gera eitthvað sem yrði forsetanum ósæmandi?“ spurði Fallon kumpánlegur.
„Mér líst ekkert á þetta,“ svaraði Trump en bætti svo við: „Svarið er Já en ég vona að fólkið í New Hampshire sem ég er að fara hitta á eftir láti sér ekki bregða.“
Ekki voru allir áhorfendur ánægðir með þessi samskipti Fallon og viðskiptajöfursins umdeilda og lýstu margir gremju sinni yfir nálgun þáttastjórnandans á Twitter:
Awww Jimmy Fallon ruffled Trump’s hair and then goofed around with him for ten minutes. What a funny, adorable response to fascism!
— Birdy (@palebirdy) September 16, 2016
jimmy fallon out here ruffling trump’s hair, james corden prolly bout to try and one-up him by getting george zimmerman on carpool karaoke
— Jack Dudley (@duddersj) September 16, 2016
I don’t fault Jimmy Fallon for not being a journalist. I do fault him for his willingness to serve as hell’s court jester.
— Mark Harris (@MarkHarrisNYC) September 16, 2016
#JimmyFallon failed us last night. A Trump presidency won’t affect his millions of $$$. He legitimized bigotry &hate https://t.co/zcLfZmIi4S
— African Fighter (@Africanfighter) September 16, 2016
Oh Jimmy…I suspect you might end up regretting that #JimmyFallon #Trump2016
— allan crook™ (@allanwith2ls) September 16, 2016
He’s a racist, sexist, homophobic monster BUT FORGET THAT LOOK AT HIS HAIR FUCK INTEGRITY YAY RATINGS #JimmyFallon
— Nicholas Elia (@TheNicholasElia) September 16, 2016
Áhugavert er að skoða atvikið í ljósi hlaðvarpsþáttarins The Satire Paradox í seríunni Revisionist History sem rithöfundurinn Malcolm Gladwell stýrir. Í þættinum fjallar Malcolm Gladwell um hversu þversagnakenndar satírur nútímans geta verið og gagnrýnir hann meðal annars bandaríska satíruhöfunda fyrir að taka þarlenda stjórnmálamenn vettlingatökum í samanburði við háðsádeiluhöfunda annars staðar í heiminum.