Eflaust vakti það furðu margra þegar greint var frá því að hjónin Amber Heard og Johnny Depp höfðu gerst sek um brot á áströlskum reglugerðum varðandi sóttkví gæludýra, en hjónin voru kærð fyrir ólöglegan innflutning á tveimur Yorkshire Terrier hundum í fyrra (hundunum Pistol og Boo) .
Í morgun tók þessi kynlega frétt furðulega beygju, er hjónin báðust afsökunar á lögbrotum sínum í opinberu myndbandi tekið upp fyrir ástralska ríkið.
Á Youtube síðu landbúnaðar- og auðlindaráðuneytis Ástralíu birtist 40 sekúndu myndbrot af parinu þar sem þau tjá áhorfendum að Ástralía sé falleg eyja, laus við þær plágur og sjúkdóma sem svo algeng eru víða um heim allan.
„Þegar þú vanvirðir áströlsk lög, þá mun Ástralía láta þig vita af því á afar ákveðinn máta,“ segir Depp alvörugefinn á svip.
Myndbandið má sjá hér fyrir neðan, en það þykir sérdeilis furðulegt.
Amber Heard játaði á sig brotið og fékk skilorðsbundinn dóm, þar sem henni er gert að greiða 1.000 ástralski dali ef hún brýtur af sér á næsta mánuði.