Iceland Airwaves
Líkt og fram hefur komið á SKE.is þá hófst tónlistarhátíðin Iceland Airwaves í gær (1. nóvember) og stendur fram á sunnudagskvöld. Er þetta í nítjanda sinn sem hátíðin er haldin og fara tónleikar hátíðarinnar fram í Reykjavík og á Akureyri.
Í tilefni þess tók SKE saman þau 20 atriði sem starfsmenn blaðsins eru hvað spenntastir fyrir (sjá hlekk hér fyrir neðan) en einnig er vert að benda á „Off-Venue“ dagskrá hátíðarinnar (þar sem gestir og gangandi geta notið góðrar tónlistar án endurgjalds) en hún er svo sannarlega þétt þetta árið.
„Hvað á ég að sjá á Airwaves“: https://ske.is/grein/hvad-a-eg-…
Ætlar SKE að koma sér fyrir á Slippbarnum á milli 17:00 og 19:00 næstu daga og spjalla við listamenn og taka ljósmyndir.
Hér fyrir neðan er dagskrá Slippbarsins í heild sinni:
Fimmtudagur (2. nóvember)
17:00 Kirayama Family
17:45 Axel Flóvent
18:30 Daði Freyr
Föstudagur (3. nóvember)
17:00 Floni
17:45 JóiPé X Króli
18:30 Úlfur Úlfur
Laugardagur (4. nóvember)
17:00 Joey Christ
17:45 Birnir
18:30 Emmsjé Gauti
19:00 CYBER
Hér fyrir neðan geta svo lesendur skoðað „Off-Venue“ dagskrá Airwaves á heimasíðu tónlistarhátíðarinn:
Off-Venue: https://icelandairwaves.is/off-…
Iceland Airwaves: https://icelandairwaves.is/