Jólalest Coca-Cola á sér rætur að rekja til ársins 1995 þegar auglýsingastofan W.B. Doner var þá ráðin til þess að hanna jólaherferð fyrir Coke. Fyrirtækið Industrial Light and Magic (sem sá um brellurnar í Star Wars myndunum) skreytti og upplýsti vöruflutningabílanna í lestinni.
Síðan þá hefur þessi árlega herferð verið fastur liður hér á landi, sem og víðs vegar um heiminn.
Í ár kemur jólalestin til byggða laugardaginn 10. desember. Lestin leggur af stað frá Stuðlahálsi kl. 16:00 með tilheyrandi ljósadýrð og jólatónum. Í tilefni dagsins býður Coca-Cola upp á sérstaka jóladagskrá í Hörpu með jólasveinum og alls kyns húllumhæi á milli kl. 16:00 og 18:00. Þar eiga gestir von á að berja Jólalestina augum þegar hún á leið framhjá Hörpunni.
Í ár verður einnig hægt að fylgjast með ferð lestarinnar í beinni á www.coke.is.
Hvar: Víðs vegar um bæinn (lestin fer frá Stuðlahálsi)
Hvenær: 16:00 – 20:00
Aðgangur: Ókeypis