Fréttir
Lagið Neon Experience eftir Júníus Meyvant situr nú í öðru sæti vinsældalista Hype Machine, sem er án efa ein vinsælasta tónlistarsíða netsins. Hype Machine, fyrir þá sem ekki þekkja til síðunnar, er svokölluð „meta“ bloggsíða þar sem vinsælustu lögin í bloggheiminum eru tekin saman á einum stað.
Á heimasíðu sinni í gær segir Júníus:
„Takk fyrir stuðninginn! Neon Experience er nú í 8. sæti Hype Machine. En við getum gert betur. Vinsamlegast heimsækið síðuna og smellið á hjartað hægra megin við titil lagsins, þeas ef þið getið :)“
Eflaust hafa einhverjir orðið að beiðni Júníusar, en lagið virðist vera á leiðinni í fyrsta sætið.
SKE hvetur alla til þess að „like-a“ þetta frábæra lag á Hype Machine:
https://hypem.com/popular?workaround=lol