Næstkomandi sunnudag 24. júlí verður barnahátíðin Kátt á Klambra haldin á Klambratúni (vinstra megin við Kjarvalstaði frá bílastæði). Sannkölluð karnival stemning verður á hátíðinni sem er ætluð börnum á öllum aldri ásamt fjölskyldum þeirra. Dagskráin hefst kl. 14:00 og lýkur kl. 17:00.
Fullt af dansi, tónlist, kung-fu pöndum, andlitsmálningu, húllafjöri, sögustundum ásamt fjölda annarra viðburða. Á svæðinu verður Tattoo bás, ljósmyndabás, tombólumarkaður, kósýtjald með kynningu á barnanuddi.
Dagskrá:
14:00 Mjúkir sumartónar í boði Gísla Galdurs
14:30 Barnayoga með Lóu Ingvarsdóttur
15:00 Hip hop danssýning frá Dans Brynju Péturs
15:20 Frikki Dór
15:45 Barnadiskó með Margréti Erlu Maack
16:30 KÁ-AKÁ
Boozt barinn verður á svæðinu með sína ljúffengu þeytinga og drykki og á kaffihúsinu Kjarvalstöðum verður hægt að fá sér köku og kakó á sérstöku tilboði í tilefni dagsins.
SKE hvetur alla til þess að taka fjölskylduna með í lautarferð og njóta dagsins í fallegu umhverfi.
„Ég vil að börnin mín eignist allt sem ég hafði ekki efni á. Svo vil ég flytja inn til þeirra.“ – Phyllis Diller
Nánari upplýsingar: https://www.facebook.com/events/1056156627807623/